1. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi

Fólkið okkar!

Vinstri græn í Reykjavík skartar frábæru fólki sem allt er tilbúið til þess að vinna að Vinstri, Grænni og Femínískri Reykjavík!

2. Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi

3. Þorsteinn V. Einarsson, deildarstjóri í frístundamiðstöð

4. Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, leikkona, leiklistarkennari og flugfreyja

5. René Biasone, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun

6. Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, doktorsnemi í heimspeki

Gerum enn betur í Reykjavík!

Reykjavík á að rúma okkur öll – fólkið sem býr í borginni og fólkið sem vill flytja í borgina – sama hvernig við erum og sama hvaðan við komum. Við eigum öll skilið jöfn tækifæri til lífs og leiks og því viljum við Vinstri græn koma til leiðar með sterkara menntakerfi og velferðarþjónustu, öruggu húsnæði, góðum almenningssamgöngum og borgarskipulagi sem tekur tillit til alls þess mannlega en líka náttúrunnar og umhverfisins.

Við vitum að fólki líður best þegar það er frjálst og óheft –undan kröfum samtímans, staðalmyndum kynjanna og hvers kyns ofbeldi en líka þegar það þarf ekki að hafa áhyggjur af hinu daglega amstri og að ná endum saman í Reykjavík.

Og við vitum að fólk þarf að lyfta andanum, bæði í einrúmi og í félagsskap við aðra, sækja söfn og kaffihús, fara í sund og í göngutrúa eða á leikvell eða einfaldlega skjótast til kaupmannsins á horninu. Og allt þetta má gera í Reykjavík. Borgin er fólkið sem í henni býr og fólkið sem hana skapar með tilveru sinni, hugviti, væntumþykju og auðvitað líka hversdagsleikanum.

Við Vinstri græn erum ánægð með höfuðborgina okkar og við viljum halda áfram og gera enn betur í Reykjavík. Með ykkur öllum.

Gerum Reykjavík vinstri græna eftir kosningarnar.

VINSTRI REYKJAVÍK

BYGGJUM UNDIR FÉLAGSLEGA VELFERÐ OG ENDURREISUM VERKAMANNABÚSTAÐI Í SAMVINNU VIÐ VERKALÝÐSFÉLÖGIN

 • Fjölgum félagslegum leiguíbúðum um a.m.k. 600 á kjörtímabilinu
 • Nýtum sterka stöðu borgarsjóðs í menntakerfið og velferðaþjónustu
 • Höldum áfram að afnema gjaldtöku í leikskólum og grunnskólum í áföngum og gerum menntun barna endurgjaldslausa
 • Opnum miðstöð innflytjenda í anda Bjarkarhlíðarmódelsins
 • Vindum ofan af markaðsvæðingu í skólakerfinu og stöndum vörð um menntun barna
 • Aukum samvinnu við húsnæðissamvinnufélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni
 • Tryggjum félagslega blöndun í öllum hverfum og vinnum gegn stéttaskiptingu

GRÆNA REYKJAVÍK

STÍGUM ENN STÆRRI GRÆN SKREF Í REYKJAVÍK OG GRÍPUM TIL RÓTTÆKRA AÐGERÐA GEGN LOFTSLAGSBREYTINGUM AF MANNAVÖLDUM

 • Bætum almenningssamgöngur og komum borgarlínunni í framkvæmd
 • Leggjum fleiri hjólastíga í Reykjavík og búum til betri og öruggari tengingar
 • Fjölgum grænum svæðum í göngufæri
 • Minnkum matarsóun og gerum Reykjavík veganvæna
 • Fleiri hlöður um alla borg – fjölgum rafhleðslustöðum í bílastæðahúsum og í götum
 • Einföldum stjórnsýsluna með aukinni snjallþjónustu í Reykjavík
 • Flokkum enn meira og hefjum lífræna flokkun
 • Gerum græna fjárhagsáætlun og tryggjum að öll innkaup borgarinnar séu vistvæn
 • Hlúum betur að náttúrulegum og friðlýstum svæðum innan borgarinnar
 • Mörkum stefnu um aukin loftgæði í Reykjavík og vinnum gegn svifryki og loftmengun
 • Stóraukum kolefnisbindingu, endurheimtum votlendi og blásum til sóknar í skógrækt í borgarlandinu

FEMÍNÍSKA REYKJAVÍK

STÓRBÆTUM KJÖR KVENNASTÉTTA HJÁ REYKJAVÍKURBORG OG ÚTRÝMUM KYNBUNDNU OFBELDI OG MISMUNUN

 • Vinnum gegn margþættri mismunun og misskiptingu í Reykjavík
 • Hækkum laun ófagmenntaðs starfsfólks
 • Upprætum með öllu launamun kynjanna
 • Styttum vinnuvikuna og drögum úr streitu
 • Höldum áfram að breyta samfélaginu í anda femínískra byltinga undanfarinna áratuga

Kosningastjóri:

Anna Lísa Björnsdóttir
s. 659 3804
annalisa@vg.is

Kosningaskrifstofa:

Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík

Opnunartími kosningaskrifstofu:

15-18 alla virka daga og þegar um sérstaka viðburði er að ræða

 

Styrkja Vinstri Græn í Reykjavík