VGR velur fólk til forystu!

Vinstri græn í Reykjavík boðar til félagsfundar í nýrri kosningamiðstöð félagsins – Þingholtsstræti 27. Fundurinn hefst klukkan 19:30.

Dagskrá:

1. Tillaga kjörnefndar að V-listum í Reykajvíkurkjördæmi norður og Reykjavíkurkjördæmi suður.

2. Bergþóra Benediktsdóttir kosningastjóri segir frá
undirbúningi kosninganna.

3. Umræður og skráning í verkin.

Mikilvægt er að við mætum sem flest og stillum saman strengi fyrir komandi daga og vikur. Þetta er stutt og snörp kosningabarátta og því þurfum við öll að taka höndum saman og sameinast um verkin sem inna þarf að hendi.

Fjölmennum á morgun (miðvikudag) í Þingholtið!

Stjórn VGR