Velkomin í 1. maí kaffi!

Vinstri græn í Reykjavík bjóða öllum félögum með fjölskyldum að fagna með sér á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí, að Vesturgötu 7. 

Húsið opnar eftir að kröfugöngunni lýkur eða um kl. 15:00. Boðið verður upp á molakaffi, djús og bakkelsi með rjóma.

Fundinn ávarpar Líf Magneudóttir oddviti okkar í Reykjavík.
Hún ræðir um kosningabaráttuna í borginni og hvernig baráttumál Vinstri grænna í borgarstjórnarkosningunum 26. maí skipta okkur öll máli.

Við lofum góðum félagsskap og fjörugu spjalli.

Baráttudagskveðjur,
VGR