Uppstilling á framboðslista í Reykjavík

Kosningar til Alþingis fara fram þann 28. október næstkomandi. Félagsfundur Vinstri grænna
í Reykjavík ákvað fimmtudaginn 21. september að fela fimm manna kjörnefnd að gera tillögu
að uppstillingu á framboðslista hreyfingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og leggja
fyrir félagsfund sem haldinn verður í byrjun október. Skila þarf framboðslistum til
yfirkjörstjórnar 13. október.

Í samræmi við reglur hreyfingarinnar um uppstillingu auglýsir kjörnefnd hér með eftir þeim
sem áhuga hafa á að taka sæti á lista og kallar jafnframt eftir uppástungum um fólk á
framboðslista. Vegna þess hve skammur tími er til kosninga er óskað eftir því að þær berist
kjörnefnd fyrir 30. september næstkomandi.

Tekið er á móti pósti frá áhugasömum félögum og uppástungum um fólk á framboðslista í
netfangið: hugmyndir@vgr.is en einnig er hægt að senda bréf til kjörnefndar VGR,
Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík.

Gera þarf grein fyrir þeim sem stungið er uppá, t.d. með heimilisfangi, starfsheiti eða
netfangi. Hver félagi getur stungið upp á eins mörgum nöfnum og vilji er til og sent inn
hugmyndir oftar en einu sinni fyrir tilskilinn tíma. Hvert nafn verður aðeins skráð einu sinni á
blöð kjörstjórnar þannig að tilgangurinn er ekki að safna saman mörgum uppástungum um
sama nafnið.

Í kjörstjórn eiga sæti: Elías Jón Guðjónsson, Garðar Mýrdal, Sigurbjörg Gísladóttir, Silja
Snædal Drífudóttir og Þóra Magnea Magnúsdóttir.