Uppgjör Reykjavíkurborgar

Jákvæð þróun í níu mánaða uppgjöri Reykjavíkurborgar

Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið janúar – september 2016 var afgreiddur í borgarráði í dag fimmtudaginn 1. desember. Rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð um 1.042 mkr en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 67 mkr á tímabilinu. Niðurstaðan er því 975 mkr. betri en gert var ráð fyrir.

Betri rekstrarniðurstaða skýrist að stærstum hluta af lægri rekstrarkostnaði, sem var 889 mkr lægri en áætlun gerði ráð fyrir og meiri þjónustutekjum sem skiluðu 408 mkr umfram áætlun á fyrstu níu mánuðum ársins.  Á móti hækkuðu lífeyrisskuldbindingar 749 mkr umfram áætlun á tímabilinu.  Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 1.612 mkr en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 1.034 mkr eða 578 mkr betri en áætlun gerði ráð fyrir.