Und­ir­bún­ingur inn­leið­ingar raf­orku­til­skip­unar ESB hófst í tíð rík­is­stjórnar Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­flokks, sem sett­ist að völdum árið 1995 undir for­sæti Dav­íðs Odds­son­ar, eins og Val­gerður Sverr­is­dóttir iðn­að­ar­ráð­herra skýrði frá í grein í Morg­un­blað­inu 2002. Hún lagði síðar m.a. fram frum­varp að nýjum raf­orku­lög­um, sem voru fyrst lögð fram til kynn­ingar á þing­inu 2000-2001. Þar var skýrt kveðið á um aðgrein­ingar á milli vinnslu og dreif­ingar og í kjöl­farið þurft orku­fyr­ir­tækin að gera við­eig­andi breyt­ingar á starf­semi sinni, sbr. upp­skipti HS í HS orku og HS veit­ur. Val­gerður útskýrði nauð­syn þess í grein umræddri grein.

„Flutn­inga­starf­semi og raf­orku­dreif­ing er almennt talin nátt­úru­leg ein­ok­un­ar­starf­semi og rekstur slíkrar starf­semi verður því háður opin­beru eft­ir­liti í verð­lagn­ingu á þjón­ustu. Nú er hins vegar almennt talið meðal flestra þjóða heims að vinnsla og sala raf­orku sé sam­keppn­is­starf­semi, sem lúti öðrum lög­málum en flutn­ingur og dreif­ing.

Vinstri­hreyf­ingin – grænt fram­boð var­aði alla tíð við inn­leið­ingu til­skip­an­anna. Kom þar ýmis­legt til, sem ein­fald­ast er að draga saman í til­vitnun í grein­ar­gerð með breyt­ing­ar­til­lögu Stein­gríms J. Sig­fús­sonar um breyt­ingu á raf­orku­lögum árið 2003:

„Raforku­til­skip­unin á engan veg­inn við um íslenskar aðstæður þar sem hér er ein­angr­aður orku­mark­að­ur, land­fræði­legar aðstæður ger­ó­líkar því sem ger­ist á meg­in­landi Evr­ópu auk þess sem margir fleiri þættir svo sem af félags­leg­um, sögu­legum og umhverf­is­legum toga gera það að verkum að Íslend­ingar þurfa að hafa fullt sjálf­stæði til að velja sínar eigin leiðir í þessum efn­um. Mark­aðs- og einka­væð­ing raf­orku­geirans hefur gef­ist væg­ast sagt mis­jafn­lega víða erlendis þar sem slíkt hefur verið reynt.“

Ýmsir urðu til að hall­mæla þessum skoð­unum Vinstri grænna, þær þóttu hall­æris­legar og gam­al­dags. Hafa verður þó í huga að á þessum árum var vin­sælt að afskrifa mál­flutn­ing Vinstri grænna sem fúll-á-­móti nöldur í fólki sem lifði í drauma­heimi, vildi vernda nátt­úru lands­ins gegn stór­virkj­unum (eins og við Kára­hnjúka) og byggja frekar upp í ferða­þjón­ustu. En það er nú önnur saga.

Var­úð­ar­orð Vinstri grænna við raf­orku­til­skip­un­inni sner­ust sum sé að miklu leyti um mark­aðsvæð­ingu kerf­is­ins – áhyggj­urnar sneru að því að hún gæti tak­markað mögu­leika til að nýta orku­auð­lindir lands­ins á sam­fé­lags­lega mik­il­vægan máta – og yfir­ráðum yfir auð­lind­unum – sem væri nauð­syn­legt í sama skyni.

Nú er við hæfi að beina sjónum að þriðja orku­pakk­an­um, því um nákvæm­lega þetta snýst gagn­rýni margra á hann, ekki síst yfir­ráð yfir auð­lind­un­um. En hvað felst í pakk­an­um?

Í grunn­inn snýr hann að flutn­ing og sölu raf­orku á milli landa og þar er m.a. kveðið á um sér­staka stofn­un, ACER, sem hafi vald­heim­ildir til að úrskurða í deilum varð­andi orku­sölu á milli landa. Aug­ljós­lega snertir það Íslandi lít­ið, þar sem orku­mark­að­ur­inn er ein­angr­að­ur, en komi til lagn­ingar sæstrengs gegnir allt öðru máli. Þar sem valda­fram­sali eru settar skorður í stjórn­ar­skránni, hefur verið fundin sú lausn að ESA, eft­ir­lits­stofnun EFTA, muni úrskurða í mögu­legum málum er tengj­ast Íslandi. Þá felur inn­leið­ing hans í sér ýmsar tak­mark­anir á und­an­þágum fyrir lítil og ein­angruð svæði og breyt­ingar á starf­semi Orku­stofn­un­ar, þar sem stofna þarf sjálf­stætt raf­orku­eft­ir­lit með víð­tæk­ari skyldur og eft­ir­lits­heim­ild­ir.

Raf­orku­til­skip­anir ESB hafa gjör­breytt raf­orku­mark­aði hér­lend­is. Sumt hefur verið til góðs, annað mið­ur. Kostn­aður við ólíka þætti kerf­is­ins er t.d. skýr­ari eftir upp­skipt­ingu og mark­aðsvæð­ingin hefur skilað hærra verði til Lands­virkj­unar og því meiri arð­greiðslum í rík­is­sjóð, þó henni fylgi einnig ýmsir gall­ar.

Sjálfur hef ég þá ein­földu sýn á orku­bú­skap Íslend­inga að hann eigi fyrst og fremst að nýta til að byggja upp grænt sam­fé­lag. Standi eitt­hvað í reglu­verk­inu gegn því, til dæmis mark­aðsvæð­ingin með sinni kröfu um hærra verð, þá þurfi að leita leiða til að breyta regl­un­um. Eftir stendur hins vegar spurn­ingin um hvers vegna Ísland, með sitt lok­aða orku­kerfi á eyju í Atl­ants­hafi, er aðili að innri orku­mark­aði Evr­ópu­ríkja sem tengj­ast þvert á landa­mæri, enda er það bein­línis stefna ESB að ákveðin hluti orku­bú­skapar hvers ríkis sé inn­flutt orka.

Þar hygg ég að hund­ur­inn liggi graf­inn þegar að and­stöðu við þriðja orku­pakk­ann kem­ur; ansi mörgum finnst sem Ísland sigli hrað­byri í enn frekara sam­starf sem á end­anum feli í sér að það missi yfir­ráð yfir orku­auð­lind­um. Að ein­hverju leyti eru það til­finn­ingarök, en þau ber ekki að van­meta og gera lítið úr.

Það hefur verið lær­dóms­ríkt að sjá ýmsa þá sem stóðu að inn­leið­ingum fyrri raf­orku­til­skip­ana ESB vara við þeirri þriðju með rökum sem í raun áttu við þær tvær fyrri. Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­flokk­ur, sem gerðu Ísland að hluta af innri orku­mark­aði ESB, hafa nú til dæmis mót­mælt þriðja orku­pakk­an­um. Það er gott að umræðan um yfir­ráð yfir auð­lind­unum er kviknuð á þeim bæj­um.

Verra er hins vegar að svo virð­ist sem æ fleiri séu til­búnir að benda á þriðja orku­pakk­ann sem mögu­lega ástæðu þess að Ísland segi sig úr EES-­sam­starf­inu. Það er stór­hættu­leg þróun sem ber að vara við. Það er reyndar dálítið í tísku að agn­ú­ast út í EES-­samn­ing­inn þessi dægrin, en að mínu viti þarf að gera skýran grein­ar­mun á ávinn­ingum samn­ings­ins ann­ars vegar og fram­kvæmd hans hins veg­ar, en þar má ýmis­legt laga.

Þriðji orku­pakk­inn er tann­kremstúpan sem hefur verið kreist einu sinn of oft vit­laust, kló­sett­setan sem einu sinni of oft er ekki sett niður eftir notk­un, fyll­er­íið sem varð einu of mik­ið. Eng­inn þess­ara ein­stöku við­burða orsak­aði skiln­að­inn eða sam­bands­slit­in, heldur var ein­fald­lega kornið sem fyllti óánægju­mæl­inn. Það þýðir hins vegar ekki að gera lítið úr því, nær er að ræða orku­bú­skap Íslands í þaula og hvernig best er um hann búið. Þar eiga sjón­ar­mið umhverf­is, nátt­úru og lofts­lags­mála fyrst og fremst að ráða för.

Kolbeinn Óttarsson Proppé.

Höf­undur er þing­maður Vinstri grænna og greinin birtist fyrst í Kjarnanum.