Þakka fyrir það sem komið er – vonast til að fá meira

Rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur var myndað um sam­fé­lags­lega mik­il­væg verk­efni; marg­boð­aða upp­bygg­ingu inn­viða og að skapa frek­ari sátt í sam­fé­lag­inu. Nokkuð kunn­ug­leg stef og óum­deild, því flestir ef ekki allir stjórna­mála­flokkar hafa sett fram þessi lof­orð í síð­ustu tvennum kosn­ing­um. Rík­is­stjórnin hefur hins vegar sýnt með verkum sínum að þetta eru ekki orðin tóm.

Fyrstu 100 dag­arnir

Innan við mán­uði eftir að hafa tekið við völdum lagði rík­is­stjórnin fram ný fjár­lög fyrir árið 2018 þar sem útgjöld til mik­il­vægra mála­flokka voru aukin um 19 millj­arða frá fjár­lögum fyrri rík­is­stjórn­ar. Heil­brigð­is­málin voru þar lang fyr­ir­ferða­mest. Þegar rík­is­stjórnin hafði verið við völd í 100 daga voru tæp­lega 90% af þeim aðgerðum sem kveðið er á um í stjórn­ar­sátt­mál­anum í und­ir­bún­ingi eða haf­in. Þar af var vinna við um 60% þeirra haf­in, komin vel á veg eða lok­ið.

Þegar afreka­skráin og fjár­mála­á­ætlun 2019-2023 eru skoð­uð, má sjá að áherslan hefur sér­stak­lega verið á heil­brigð­is- og umhverf­is­mál, en Vinstri græn stýra bæði Heil­brigðis og Umhverf­is­ráðu­neyti. Á næstu fimm árum verður fé til rekst­urs í heil­brigð­is­kerf­inu aukið um 79 millj­arða og 101 millj­arður lagður í bygg­ing­ar­fram­kvæmd­ir. Heild­ar­fram­lög til umhverf­is­mála verða aukin um 35% að raun­gildi. Upp­safnað aukið útgjalda­svig­rúm til ýmissa áherslu­mála nemur alls 14,7 ma. króna yfir tíma­bil­ið.

Ekki setið auðum höndum

Af þeim fjöl­mörgu málum sem rík­is­stjórnin hefur lokið við má nefna:

– Dregið úr greiðslu­þátt­töku aldr­aðra og öryrkja vegna tann­lækn­inga með gjald­skrár­lækkun (tekur gildi 1. júlí).

– Lög­fest­ing NPA.

– Frí­tekju­mark elli­líf­eyr­is­þega hækkað úr 25.000 í 100.000 krón­ur.

– Stór­á­tak í upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar­rýma haf­ið. Hjúkr­un­ar­rýmum verður fjölgað um 550 á næstu árum og aðbún­aður bættur við önnur 240.

– Frá 2019 verður 4 millj­örðum veitt árlega til bættra kjara örorku­líf­eyr­is­þega.

– Heim­il­is­upp­bót örorku­líf­eyr­is­þega hækk­uð.

– Hámarks­greiðslur í fæð­ing­ar­or­lofi verða hækk­aðar úr 520.000 í 600.000 frá 1. jan­úar 2019. Fæð­ing­ar­or­lof mun lengj­ast í tólf mán­uði.

– Stofn­styrkir til bygg­ingar félags­legs leigu­hús­næðis hækk­aðir um 800 millj­ónir á næsta ári. Frá 2020 er gert ráð fyrir stofn­styrkjum til bygg­inga allt að 300 félags­legra leigu­í­búða árlega.

– Ist­an­búl-­samn­ing­inn full­gilt­ur.

– Aðgerð­ar­á­ætlun um úrbætur í með­ferð kyn­ferð­is­brota full­fjár­mögn­uð.

– Lofts­lags­ráð skip­að. Ráðið hefur störf í júní.

– Veitt fjár­magni í end­ur­heimt vot­lend­is.

– Vinna við lofts­lags­stefnu og aðgerð­ar­á­ætlun Stjórn­ar­ráðs­ins sett af stað og fjár­mögn­uð.

– Tæp­lega 3 millj­örðum króna veitt til upp­bygg­ingar inn­viða á ferða­manna­stöðum með áherslu á land­vörslu og frið­lýst svæði.

– Þverpóli­tísk nefnd um stofnun mið­há­lend­is­þjóð­garðs skip­uð.

– Þverpóli­tíska nefnd til að vinna orku­stefnu fyrir Ísland til 20-30 ára skip­uð.

Hér er aðeins horft til heil­brigð­is-, vel­ferðar og umhverf­is­mála og list­inn mjög langt frá því að vera tæm­andi. Þá eru öll hin ráðu­neytin eft­ir, en þau verða að bíða næstu grein­ar.

Sam­ræðu­stjórn­mál, nefndir og starfs­hópar

Það er ekki endi­lega vin­sælt að tala um nefndir og starfs­hópa. Sjálfur er ég sann­færður um að það sé oft eina rétta leiðin að skjóta málum til nefndar eða fela þau starfs­hóp þar sem fólk getur unnið þvert á flokka eða fylk­ingar um að finna skyn­sam­lega nið­ur­stöðu sem allir geta sætt sig við. Rík­is­stjórnin hefur lagt áherslu á slíka þverpólítíska vinnu sem getur lyft mik­il­vægum málum upp úr skot­grafa­hern­aði flokkarígs­ins.

Sam­ræða getur líka verið öfl­ugt pólítískt tæki til að skapa sátt. Það vakti athygli þegar aðilum vinnu­mark­að­ar­ins var boðið til skrafs og ráða­gerða við stjórn­mála­flokk­ana í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­un­um. Það sam­tal er enn í gangi. Í sam­ráði við verka­lýðs­hreyf­ing­una verður skatt­kerfið tekið til skoð­un­ar, hvort eigi að nýta per­sónu­af­slátt­inn til að bæta hag þeirra sem verst kjörin hafa, og hvernig sam­spilið er best við bóta­kerf­ið. Starfs­hópur um end­ur­skoðun örorku­líf­eyr­is­greiðslna hefur þegar tekið til starfa.

Af sam­tölum við fólk víða um land hefur mér sýnst að vænt­ingar til rík­is­stjórn­ar­innar séu mikl­ar. Ástæðan er ekki síst sú að eftir mörg ár nið­ur­skurðar og sam­dráttar hefur safn­ast upp gríð­ar­mikið af verk­efn­um. Rík­is­stjórnin hefur þegar sýnt það í verki að hún er vel undir verk­efnið búin, og ég vænti þess að hún muni halda áfram að standa undir vænt­ing­um. Eða eins og segir í einu bindi hinar merku rit­r­aðar Íslensk fyndni að maður einn hafi sagt á bæ einum í rétt­ar­kaffi þegar kleinu­fatið var tómt: Þakka fyrir það sem komið er – von­ast til að fá meira.

Kolbeinn Óttarsson Proppé. Höf­undur er þing­maður Vinstri­hreyf­ing­ar­innar græns fram­boðs fyrir Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur.