Það sem þú vissir ekki um fjármálaáætlunina!

 

Vinstri græn í Reykjavík boða til opins fundar um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar nk. fimmtudagskvöld (12. apríl) klukkan 19:30. Fundurinn, sem er öllum opinn, verður haldinn í Kosningamiðstöð VG í Þingholtsstræti 27.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti nýlega fjármálaáætlun fyrir 2019-2023. Í henni felst að ríkisstjórnin áformar að auka árleg ríkisútgjöld um 85 milljarða króna fram til ársins 2023 til viðbótar við þá 47 milljarða aukningu sem varð með fyrstu fjárlögum ríkisstjórnarinnar.

Á fundinum nk. fimmtudag mun Katrín Jakobsdóttir ásamt Kolbeini Óttarssyni Proppé, þingmanni VG, fara yfir helstu áherslupunkta áætlunarinnar og rökstuðning.

Stjórn VG í Reykjavík

Viðburðurinn á facebook!