Stjórnmálin, #metoo og aðrar femínískar byltingar

Femínismi hefur smám saman rutt sér til rúms innan stjórnmálanna og sífellt fleiri stjórnmálaflokkar taka upp málefni kvenna.

Frá stofnun hefur Vinstrihreyfingin – grænt framboð verið femínískur flokkur og sett kvenfrelsismál á dagskrá sem þóttu oft öfgafull en þykja í dag sjálfsögð.

Þegar femínismi er orðinn „mainstream“, hvert er þá hlutverk femínískrar stjórnmálahreyfingar?

Og hvernig eiga stjórnmálahreyfingar að bregðast við femínískum grasrótarbyltingum á borð við #höfumhátt#metoo og #freethenipple: fylgjast með og læra eða taka þátt?

Hver eru næstu vígi til að brjóta niður?

Örerindi flytja:
Zahra Meshba, stjórnarkona í Samtökum kvenna af erlendum uppruna
Sólveig Anna Jónsdóttir, verkakona
Kristín Pálsdóttir, talskonar Rótarinnar
Anna María Karlsdóttir, talskona WIFT
Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, frá Stígamótum
Svandís Svavarsdóttir, oddviti VG í Reykjavík suður
(fleiri boð hafa verið send út og upplýsingar verða birtar jafnóðum)

Eftir erindin verða umræður með öllum þátttakendum.

Fundarstjóri er Halla Gunnarsdóttir, frambjóðandi VG í Reykjavík norður.

Fundurinn verður sendur út á Facebook. Boðið verður upp á grænmetissúpu.

Hér er hægt að nálgast facebook viðburðinn.