GREIÐAR LEIÐIR

Samgöngur og fjarskipti eru undirstaða þess að samfélagið þróist með eðlilegum hætti að því er varðar atvinnu- og byggðir. Umferð um vegi landsins hefur stóraukist á undanförnum árum ekki síst vegna mikillar fjölgunar ferðamanna. Afleiðingar eru þær að vegakerfið hefur gefið verulega eftir um allt land, hvorki hefur verið ráðist í nauðsynlegar nýframkvæmdir né viðhald og öryggi er víða ábótavant. Hvað varðar fjarskipti eru enn mörg landsvæði utan eðlilegs netsambands sem háir eðlilegri ativnnuþróun og byggð í landinu.

  • Vinstri græn leggja áherslu á markvissa uppbyggingu í vegamálum með sérstakri áherslu á viðhald. Markaðir tekjustofnar þurfa að renna óskipt til samgöngumála.
  • Umhverfissjónarmið þarf að hafa að leiðarljósi við allar ákvarðanir í samgöngumálum þar sem mikil tækifæri eru í samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda í þeim málaflokki.
  • Áfram þarf að byggja upp almenningssamgöngur um land allt og auka möguleika gangandi og hjólandi vegfarenda í þéttbýli. Huga þarf að lestarsamgöngum og borgarlínu í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
  • Hrinda þarf af stað stórátaki í þrífösun rafmagns í dreifbýli og gera tímasetta áætlun um að ljúka háhraðanettengingu um allt land.
  • Unnið verði að því að opna fleiri hlið inn til landsins til að auka möguleika fleiri svæða til að uppskera arð af ferðaþjónustu.