Persónuvernd og verndun upplýsinga

Nú hafa tekið í gildi nýjar reglur um verndun persónuupplýsinga í Evrópu. Frumvarp um ný persónuverndarlög á Íslandi sem innleiða þær reglur, er þessa dag rætt á Alþingi. Hér er lýst hvaða upplýsingar um félaga  Vinstrihreyfingin – grænt framboð geymir í sínum skrám og hvernig unnið er með þær.

Hvaða upplýsingar geymum við:

VG geymir aðeins þær upplýsingar sem félagsmenn sjálfir gefa upp þegar þeir skrá sig í hreyfinguna. Þessar upplýsingar eru: Nafn, kennitala, heimilisfang, tölvupóstfang og símanúmer.

Félagatal:

Félagatal er vistað hjá skrifstofu og hafa einungis starfsmenn aðgang að því. Félagatalið er samkeyrt við heimilisfangaskrá Þjóðskrár einu sinni á mánuði.

VG ábyrgist að gæta upplýsinga um félaga sína vandlega og fara með þær sem trúnaðarupplýsingar, líkt og lög félagsins kveða á um

VG afhendir ekki samskiptaupplýsingar félaga til þriðja aðila og notar sjálft upplýsingarnar aðeins til nauðsynlegra samskipta við félaga. Formenn/gjaldkerar svæðisfélaga hafa aðgang að upplýsingum um sitt svæði.

Frambjóðendur í forvali geta fengið útprentað félagatal með nöfnum, heimilisfangi og símanúmerum. Það er afhent við undirritun drengskaparheits, og er skilað að forvali loknu aftur á skrifstofu.

Tölvupóstlisti:

Félagar sjálfir ákveða hvort þeir vilji fara á tölvupóstlista félagsins, en það er sérlisti ótengdur félagatalinu sjálfu. Á póstlista VG eru þeir sem hafa skráð sig á listann og eru nöfn ykkar og netföng geymd í skrá sem alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki heldur utan um. Fyrirtækið heitir MailChimp og sér um póstsendingar fyrir ófá íslensk fyrirtæki og er mjög stórt á alþjóðavísu. Þar hafa menn unnið hart að því að því að standa vörð um allar upplýsingar. Póstlistann notum við einungis til þess að senda upplýsingar til okkar félaga.

Í póstsendingum er alltaf hlekkur neðst þar sem hægt er að afskrá sig og þannig verður það áfram. Þannig að ef þú vilt ekki lengur fá fréttabréfin þá einfaldlega afskráir þú þig hér.

Þú getur sent okkur tölvupóst á vg@vg.is og við látum þig vita hvaða upplýsingar eru skráðar og þá hvar. Við kappkostum að svara þessum beiðnum innan tveggja vikna.