Nýr meirihluti í Reykjavík

Nýr meirihluti hefur verið myndaður í Reykjavík! Þar eru Vinstri græn í samstarfi með Samfylkingunni, Pírötum og Viðreisn.

Líf Magneudóttir mun gegna formennsku í nýju ráði; umhverfis-og heilbrigðismála en hún segir að borgarbúar geti reitt sig á það að grænu málin verði í öndvegi í þessum nýja meirihluta. Líf er einnig varaformaður borgarráðs.

Af því tilefni er boðað til kynningarfundar á samstarfssamningi þessara flokka, laugardaginn 16. júní að Vesturgötu 7 kl. 11.00-12.45. Áfram Ísland!

Samstarfssamningur meirihlutans í Reykjavík

Fundarefni:
1. Samstarfssamningur VG, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar.
2. Önnur mál.
Vinstri græn í Reykjavík