Ný stjórn VGR eftir framhaldsaðalfund í gær

Vel var mætt á framhalds aðalfund VGR í gærkveldi. Á fundinum var lögð fram skýrsla stjórnar, kynnt uppgjör vegna nýafstaðinna kosninga og ný stjórn kosin. Félagið skilar góðu búi bæði félagslega og fjárhagslega eftir annasama tíma og tvennar kosningar.

Þessi fundur var ennfremur fyrsti fundurinn í VG-félagi, eftir að ný ríkisstjórn tók við. Allir ráðherrar VG í ríkisstjórninni og aðrir þingmenn Reykjavíkurkjördæmanna fluttu framsögur á fundinum. Í máli þeirra bar margt á góma. Eins og nýtt ríkisstjórnarsamstarf og stóru verkefnin framundan, sveitastjórnakosningar, hernaðarumsvif á Keflavíkurflugvelli og Metoo byltingin.

Nýr umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson, hélt sitt fyrsta erindi fyrir félagsmenn í VG.

Nýja stjórn VGR skipa: Steinar Harðarson (formaður), Þóra Magnea Magnúsdóttir, Anna Friðriksdóttir, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, Orri Páll Jóhannsson, Ragnar Auðun Árnason, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ragnar Karl Jóhannsson og Andrea Ósk Sigurbjörnsdóttir eru varamenn. Stjórnin mun skipta með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi.

Ný stjórn VGR ásamt þingmönnum í Reykjavíkurkjördæmum og ráðherrum VG. Á myndina vantar Orra Pál, Þóru Kristínu, Ragnar Auðun og Andreu Ósk (úr stjórn VGR).