Má banna fréttir? Opinn fundur um fjölmiðla og almannahagsmuni

Frjálsir fjölmiðlar sem veita valdhöfum virkt aðhald og tryggja almenningi aðgang að upplýsingum eru ein mikilvægasta forsenda heilbrigðs lýðræðissamfélags. Því er mikilvægt að öllum tilraunum til að tarkmarka frelsi þeirra, hvort sem er með hótunum, lögsóknum, takmörkunum á fjárveitingum eða annarri valdbeitingu, sé mætt af hörku.

Lögbann sýslumanns á umfjöllun Stundarinnar um fjármál forsætisráðherra vekja alvarlegar spurningar um tjáningarfrelsi og frelsi fjölmiðla á Íslandi. Til að greina þessa stöðu og fara yfir hvernig hægt sé að verja frelsi fjölmiðla betur boða Vinstri græn til hádegisfundar 19. október.

Fundarstjóri verður Katrín Jakobsdóttir og málefnið ræða þau Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður VG, Jón Ólafsson prófessor í heimspeki og Halldóra Þorsteinsdóttir sérfræðingur við lagadeild HR.

Vinstri græn vilja standa vörð um sterka og sjálfstæða fjölmiðla. Gerum betur!

Hér er hægt að nálgast facebook viðburðinn.