1. gr.
Félagið heitir Vinstrihreyfingin – grænt framboð í Reykjavík. Heimili og varnarþing eru í Reykjavík.
2.gr.
Félagar eru jafnframt félagsmenn í stjórnmálasamtökunum Vinstrihreyfingunni – grænu framboði og eru öll markmið og skilyrði í samræmi við lög þeirra.
3.gr.
a. Aðalfundur er æðsta vald félagsins og skal hann haldinn árlega í septembermánuði. Til aðalfundarins skal boða með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara.
b. Á aðalfundi skulu bornir upp ársreikningar og skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár. Reikningsárið fylgir almanaksárinu og jafnframt skal lagt fram til kynningar 1⁄2 árs uppgjör yfirstandandi árs. Aðalfundur tekur afstöðu til lagabreytinga og skulu þær berast stjórn með viku fyrirvara. Aðalfundur ákveður upphæð félagsgjalds.
c. Stjórn félagsins skipa 7 aðalmenn og 2 til vara, sem kjörnir eru með eftirfarandi hætti: Aðalfundur kýs formann til eins árs, 3 aðalmenn til 2ja ára, 2 varamenn og 2 skoðunarmenn reikninga til eins árs. Stjórn er heimilt að skipa uppstillingar-
nefnd sem gerir tillögu að formanni og nýrri stjórn félagsins.
4.gr.
Félagsfundi skal að jafnaði halda ekki sjaldnar en fjórum sinnum á ári og oftar ef a.m.k. fimmtíu félagsmenn óska þess.
5.gr.
Stjórn fer með málefni svæðisfélagsins milli aðalfunda. Fulltrúi kjörinn af tengiliðaráði Ungra vinstri grænna í Reykjavík hefur setu- og tillögurétt á stjórnarfundum félagsins.
6.gr.
Fyrir hverjar almennar kosningar skal stjórn VGR bera undir félagsfund hvort fari fram uppstilling eða forval við uppröðun á lista. Að því leyti sem ekki er annað ákveðið af félagsfundi gilda samræmdar lágmarksreglur hreyfingarinnar vegna uppröðunar á lista fyrir kosningar.
7.gr.
Þegar til landsfundar er boðað skal kalla til félagsfundar þar sem félagið kýs sér landsfundarfulltrúa í samræmi við lög landssamtakanna.
8.gr.
Verði félagið lagt niður skulu eignir þess renna til líknarstarfsemi að vali síðustu stjórnar.
9.gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Samþykkt á aðalfundi 8. september 2014
__________________________
Bráðabirgðaákvæði: Á aðalfundi félagsins árið 2014 er kosið þannig til stjórnar að þrír stjórnarmenn eru kjörnir til tveggja ára og þrír stjórnarmenn til eins árs.