Líf Magneudóttir formaður Umhverfis og heilbrigðisráðs

Vinstri græn í Reykjavík eru í meirihluta í höfuðborginni en meirihlutasáttmála Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna sem undirritaður var í dag af oddvitum flokkanna.

Meðal áhersluatriða Vinstri grænna sem koma fram í meirihlutasáttmálanum er:

•Frá og með ára­mótum 2019 munu barna­fjölskyldur ein­ungis þurfa að borga náms­gjald fyrir eitt barn, þvert á skóla­stig.

•Frá og með ára­mótum 2021 skulu þær mest greiða fæð­is­gjöld fyrir tvö börn, þvert á skóla­stig.

•Við ætlum að vinna með hús­næð­is­sam­vinnu­fé­lögum sem ekki eru rekin
í hagn­að­ar­skyni og lofar því að fjölga stúd­enta­í­búð­um, íbúðum eldra fólks og leigu­í­búðum verka­lýðs­fé­laga.

•Því er lofað að fjölga félags­legum íbúðum í eigu borg­ar­innar um 500 á
kjör­tíma­bil­inu og íbúðum fyrir sér­tæk búsetu­úr­ræði um að minnsta kosti 100.

•Meiri­hlut­inn lofar því að eyða launa­mun kynj­anna hjá starfs­fólki borg­ar­inn­ar. Laun kvenna­stétta verða leið­rétt.

•Lofts­lags­mál, loft­gæði, úrgangs­mál, sorp­hirða, mál­efni grænna svæða og umhirða, ásamt mál­efnum heil­brigð­is­nefndar munu heyra undir nýtt umhverf­is- og heil­brigð­is­mál undir stjórn Líf Magneudóttir

 

Úr inngangi:

Reykjavík er falleg og lifandi borg í örum vexti. Við eigum öll að geta fundið okkar stað í tilverunni í Reykjavík. Til að svo megi vera þarf að hlúa að öllu því sem gerir borg og mannlíf aðlaðandi og eftirsóknarvert þar sem við höfum jöfn tækifæri til lífs og leiks, vinnu og menntunar. Það verður bæði að hlúa að því manngerða en líka náttúrunni og dýralífinu.

Við sem myndum meirihluta fjögurra flokka: Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna, höfum sammælst um að gera góða borg betri. Við ætlum að leggja alúð við verkefnin framundan enda snerta þau fólk og umhverfi beint, með einum eða öðrum hætti, og hafa áhrif á líf okkar, heilsu og vellíðan.

Við ætlum að byggja öflugt og þétt borgarlíf fyrir okkur öll með nægu framboði af húsnæði, sjálfbærum hverfum, heilnæmu umhverfi, skilvirkum samgöngum, fjölbreyttu atvinnulífi og einfaldri, aðgengilegri og lýðræðislegri umsýslu. Við ætlum að auka lífsgæði fólks og búa til borg þar sem það er gott að vera og gera.

Við sem myndum meirihluta borgarstjórnar á kjörtímabilinu spönnum breitt pólitískt litróf. Við höfum fjölbreytta sýn og ólíkar áherslur en það sem sameinar okkur eru hagsmunir og lífsgæði borgarbúa og skynsamleg uppbygging Reykjavíkur til framtíðar.

Að því marki stefnum við í þessum sáttmála!

Sáttmálinn í heild sinni