Landsfundur – mikilvægar dagsetningar

Landsfundur – mikilvægar dagsetningar

Landsfundur VG 2017 nálgast óðfluga! Það er því vert að huga að mikilvægum dagsetningum í aðdraganda fundar.

25. ágúst rennur út frestur til að skila inn lagabreytingartillögum.

8. september rennur út frestur til að skila inn ályktunum og öðrum tillögum.

15. september verða fundargögn birt opinberlega og heimasíða landsfundar fer í loftið.

22. september þurfa svæðisfélög að skila inn kjörbréfum. Formenn allra svæðisfélaga hafa fengið send bréf með upplýsingum um kosningu aðal- og varafulltrúa á landsfund, en þá þarf að kjósa á löglega boðuðum félagsfundi.

22. september opnar fyrir skráningu á landsfund. Athugið að kjörnir fulltrúar þurfa eftir sem áður að skrá sig í gegnum heimasíðuna.

22. september þurfa óskir um táknsmálstúlkun á landsfundi að berast skrifstofu í síðasta lagi.

2. október lýkur skráningu á landsfund og á landsfundargleði.

Frestur til að bjóða sig fram til formanns, varaformanns, gjaldkera og ritara rennur út að kvöldi föstudags 6. október.

Frestur til að bjóða sig fram til flokksráðs rennur út að kvöldi laugardags, 7. október.

Sjáumst á Grand hóteli í Reykavík 6. október! Afhending fundargagna hefst kl. 15:30 og fundur verður settur kl. 16:15.