Græn Borg – Súpufundur

Vinstri hreyfingin grænt framboð í Reykjavík boðar til opins fundar um Reykjavík – Græn Borg.

Fundarstjóri: Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, frambjóðandi VG í Rvk.

Fyrirlesarar:

Svava S. Steinarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir frá köflum um loftgæði, hljóðvist og vatn í umsókn Reykjavíkurborgar fyrir Græn Borg Evrópu.

Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðamálum hjá Umhverfisstofnun, mun fræða okkur um ýmislegt varðandi svifryk með áherslu á vegryk. Hann mun m.a. fjalla um slit á malbiki, uppþyrlun vegryks og mögulegar mótvægisaðgerðir.

Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði flytur erindið „Sálfræði skiptir máli“

Boðið verður upp á súpu og brauð.
Takið hádegið frá.
Verið öll velkomin!