Frestun: Framboðslisti Vinstri grænna í Reykjavík kynntur 22. mars í stað 20. mars

Vinstri græn í Reykjavík boða til félagsfundar fimmtudaginn 22. mars nk. Fundurinn fer fram á Þingholtsstræti 27 og hefst klukkan 19:30.

ATH. Fundurinn verður haldinn í Kosningamiðstöð VGR. Um er að ræða sama húsnæði og VGR notaði fyrir síðustu Alþingiskosningarnar.

Á fundinum verður listi hreyfingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar kynntur og lagður fram til samþykktar.
Þá mun Líf Magneudóttir, oddviti listans og núverandi borgarfulltrúi VG, ræða við fundargesti.

Verið öll velkomin!

Facebook viðburður