Forval VG í Reykjavík – rafrænt

Reykjavík 18. janúar 2018

Félagar í Vinstri hreyfingunni grænu framboði í Reykjavík (VGR) ákváðu fyrr í kvöld að halda forval fyrir kosningar til borgarstjórnar, sem fram fara 26. maí. Kosið verður rafrænt í forvali þann 24. febrúar næstkomandi.

Á félagsfundinum var ennfremur kosin kjörnefnd, sem gera mun tillögu að skipan framboðslista í kjölfar forvals.

Framboðslistinn verður lagður fram til samþykktar á félagsfundi VGR í mars.