Fjölgun borgarfulltrúa er aðkallandi lýðræðismál

Árið 1908 kusu íbúar þess sem þá hét Reykja­vík­ur­bær sér 15 full­trúa í bæj­ar­stjórn. Reyk­vík­ingar voru þá  11.016. F-listi Kvenna­list­ans vann yfir­burða­sig­ur, fékk 345 atkvæði, heil 21,3% og 4 bæj­ar­full­trúa. Nú 110 árum síðar heitir Reykja­vík­ur­bær Reykja­vík­ur­borg og íbú­arnir eru 123.246. En þó við bæj­ar­búar séum nú meira en tífalt fleiri, höfum við borg­ar­arnir enn bara 15 full­trúa í stjórn bæj­ar­ins.

Eins og gefur að skilja hafa stærð­argráður verk­efn­anna og fjöldi þeirra auk­ist sam­fara vexti bæj­ar­ins. Sveit­ar­fé­lögin hafa tekið við sífellt fleiri skyldum á síð­ustu öld, eins og rekstri grunn- og leik­skóla og stór­auk­inni félags­þjón­ustu sem auðgar og bætir líf borg­ar­anna.

Í takt við gild­andi sveita­stjórn­ar­lög stendur því nú til að fjölga full­trú­unum um 8. Úr 15 í 23.

Inni­halds­rýr gagn­rýni á fjölgun

Sjálf­stæð­is­menn hafa staðið gegn þess­ari fjölgun bæði á Alþingi og nú síð­ast í borg­ar­stjórn. Kjarn­inn í gagn­rýni Sjálf­stæð­is­manna hefur verið að sú að breyt­ingin sé dýr.

Þess­ari fjölgun fylgir hins vegar sára­lít­ill kostn­að­ar­auki. Fundir í nefndum og ráðum borg­ar­inn­ar, þar sem teknar eru ákvarð­anir um öll þau mál sem varða okkar íbú­ana eru ein­fald­lega fleiri en svo að borg­ar­full­trú­arnir 15 geti sótt þá alla. Til að bregð­ast við þessum aukna fjölda verk­efna hefur hægt og bít­andi orðið breyt­ing á nefnd­ar­manna­fyr­ir­komu­lag­inu þar sem í auknum mæli þarf að leita út fyrir raðir rétt­kjör­inna full­trúa, ýmist til vara­borg­ar­full­trúa eða jafn­vel neðar á fram­boðs­list­u­m ­flokk­anna. Í þessu felst að íbúar kjósa sér vissu­lega sína 15 full­trúa í borg­ar­stjórn, en til þess að sinna öllum þeim pólítísku skyldum sem sinna þarf eru borg­ar­full­trúar oft til­neyddir til þess að til­nefna full­trúa sem eru ekki til þess kosnir af borg­urum í mik­il­vægar nefndir og ráð borg­ar­inn­ar. Fyrir þessi störf er nú þegar greitt.

Kostn­að­ar­auk­inn er því lít­ill sem eng­inn. Með fjölgun borg­ar­full­trúa verða ein­fald­lega fleiri af þessum full­trúum með umboð kjós­enda sem kjörnir full­trú­ar, frekar en póli­tískt ­skip­aðir full­trúar án rétt­nefnds lýð­ræð­is­legs umboðs.

Atkvæði á ösku­haug­unum

En lýð­ræð­is­rökin með fjölg­un­inni eru fleiri. Með því að fjölga borg­ar­full­trúum lækkar lág­markið sem fram­boð þarf til að fá kjör­inn full­trúa. Nú þarf fram­boð um 6,7% atkvæða til að fá full­trúa í borg­ar­stjórn. Með því að fjölga borg­ar­full­trúum lækkar þetta hlut­fall niður í 4.3%. Með því að hafa þrösk­uld­inn háan ýtum við undir kerfi fárra og stórra flokka, en slíkt er úr takti við það póli­tíska lands­lag sem fyrir löngu hefur mynd­ast hér á landi.

Ef nið­ur­staðan úr borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum í vor myndi svipa til Alþing­is­kosn­ing­anna 2016 eða 2017 er auð­velt að sjá út dæmi þar sem svo hár þrösk­uldur myndi hafa hrap­ar­leg­ar af­leið­ing­ar. Fjöldi smárra flokka hafa verið að fá kosn­ingu í grennd við þessar töl­ur, þar á meðal Sam­fylk­ing­in, Við­reisn og Björt Fram­tíð. Auð­velt er að sjá fyrir sér dæmi þar sem 10%, 15% eða jafn­vel 20% atkvæða borg­ar­búa falla dauð niður vegna þess hve þrösk­uld­ur­inn er hár. Slíkt yrði til þess að borg­ar­stjórn myndi bæði hafa mikið verra umboð frá kjós­endum og grafa undan trausti almenn­ings á lýð­ræð­is­legum kosn­ing­um. En þar að auki þvingar þessi hái þrösk­uldur fólk til þess að kjósa stærri flokk­ana af ótta við að atkvæði þeirra falli niður dauð – og þetta þekkja kjós­endur vel – því hver vill sjá atkvæð­inu sínu kastað á ösku­haug­ana?

Betra og sterkara lýð­ræði

Fjölgun borg­ar­full­trúar er því bæði nauð­syn­leg til þess að end­ur­spegla þann raun­veru­leika sem við okkur blasir nú þegar í borg­ar­kerf­inu, með því að gefa okkur mögu­leika á að skipa á heið­ar­legan og lýð­ræð­is­legan hátt í ráð og nefndir borg­ar­inn­ar. En hún er ekki síður nauð­syn­leg til þess að gefa okkur rétt­ari mynd af vilja kjós­enda og styðja við betra og sterkara lýð­ræði, þar sem borg­ur­unum gefst frek­ari kostur á að kjósa í raun það sem þeir vilja.

Höf­undur situr fyrir hönd Vinstri grænna í stjórn­kerf­is- og lýð­ræð­is­ráði Reykja­vík­ur­borgar

Greinin birtist fyrst á kjarninn.is