Elín Oddný Sigurðardóttir í Íbúðalánasjóð

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra, hef­ur skipað El­ínu Odd­nýju Sig­urðardótt­ur í stjórn Íbúðalána­sjóðs.

Elín tek­ur sæti Drífu Snæ­dal, fram­kvæmda­stjóra Starfs­greina­sam­bands Íslands, sem sagði sig ný­lega úr stjórn sjóðsins og til­kynnti fram­boð sitt til for­seta ASÍ í leiðtoga­kjöri sam­bands­ins í októ­ber.

Elín Odd­ný er vara­borg­ar­full­trúi Vinstri-grænna í Reykja­vík og varaformaður velferðarráðs og hún er líka ritari stjórnar VG.  “Ég tek þetta verkefni að mér með mikilli auðmýkt enda eru ærin verkefni framundan í húsnæðismálum landsmanna. Mikilvægt er að standa ávallt vörð um félagslegt hlutverk íbúðalánasjóðs og tryggja uppbyggingu í þágu allra landsmanna. Nú er bara að bretta upp ermar og halda áfram að vinna.”, segir Elín Oddný á facebooksíðu sinni.