Eldri Vinstrigræn boða til síðasta fundar ársins miðvikudaginn 14. des. kl. 20.00 í Stangarhyl 4, húsi eldri borgara í Reykjavík

Í Þjóðararfinum okkar eru rímur, stemmur og annar kveðskapur mikilvæg undirstaða. Í skammdeginu
er upplífgandi að heyra vel farið með slíkt efni og aldrei nóg af því. Í aðdraganda jóla er vert að velta
fyrir sér hugtakinu gildi sem hugtaki sem nær yfir tilfinningar, dyggðir og fleira en sumum þykir þau
vera á undanhaldi. Við fræðumst um ýmsar hliðar á því máli.

1. Kveðskapur að gömlum sið, samkveðinn og einkveðinnÞjóðarakademíska
kveðskaparsveitin kveður stemmur við vísur ýmissa skálda

2. Hver er staða þjóðgildanna í samfélaginu? – Gunnar Hersveinn rithöfundur og
heimspekingur veltir þessu fyrir sér.

3. Leynigestur

4. Og söngur eins og ævinlega – Reynir Jónasson og Björgvin Gíslason leika undir völdum
söngvum sem auðvitað allir kunna.

Jólakaffi um 9-leytið. Sem fyrr er fólk minnt á að taka með sér gesti því fundirnir eru öllum opnir.
Hittumst heil.

Undirbúningshópurinn.