Borgarmálahópur heldur opna fundi

Í vetur ætlar borgarmálahópurinn að hafa fundi sína opna og þá geta vinstri grænir félagsmenn mætt og tekið þátt í umræðum um borgina og lagt sitt til málanna. Fundirnir verða haldnir annan hvern mánudag að jafnaði, mánudeginum fyrir borgarstjórn. Fyrsti fundurinn verður boðaður í byrjun september. Nánari upplýsingar verða veittar síðar. Fylgist með!