Aðventukvöld Vinstri grænna í Reykjavík í Friðarhúsi

Vinstrigæn í Reykjavík bjóða til samverustundar n.k. laugardag milli 17:00-19:00 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87.

 

Þar verður boðið upp á heita drykki, kakó, kaffi og jólaglögg,  til að  hlýja göngulúnum í jólainnkaupum.

Piparkökur og annað meðlæti.

 

Ármann Jakobsson, Eydís Blöndal og Gerður Kristný lesa úr verkum sínum.