Aðalfundur VGR og fundur um borgarmál

Ágætu félagar í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði í Reykjavík.

Aðalfundur félagsins verður haldinn laugardaginn 29. september á Vesturgötu 7 í Reykjavík.
Fundurinn hefst kl. 11.00 og ráðgert að honum ljúki um kl. 12:30. Boðið verður upp á súpu en að aðalfundi loknum hefst félagsfundur þar sem Líf Magneudóttir og Elín Oddný Sigurðardóttir munu kynna starf hreyfingarinnar í borgarstjórn.

Dagskrá aðalfundar:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Ársreikningar kynntir og bornir upp til samþykktar.
4. Félagsgjöld ákveðin.
5. Kjör formanns og stjórnar.
6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
7. Lagabreytingar. ATH: Tillögur að lagabreytingum skulu berast stjórn a.m.k. viku fyrir aðalfund.
8. Önnur mál.

12:30 hefst félagsfundur með þeim Líf Magneudóttur borgarfulltrúa og Elínu Oddnýju Sigurðardóttur varaborgarfulltrúa.