38 dagar til kosninga!

 

VGR boðar til félagsfundar fimmtudaginn 21. september kl. 19:30 á Vesturgötu 7. Áætlað er að fundinum ljúki kl. 21.

Fundarefni: Undirbúningur framboðs.
1. Kosning kjörnefndar.
2. Ákvörðun um hvernig skuli staðið að vali á V-listana í Reykjavík.
3. Önnur mál.
Í 6.gr. laga félagsins segir:
Fyrir hverjar almennar kosningar skal stjórn VGR bera undir
félagsfund hvort fari fram uppstilling eða forval við uppröðun á lista. Að því leyti sem ekki er annað ákveðið af félagsfundi gilda samræmdar lágmarksreglur hreyfingarinnar vegna uppröðunar á lista fyrir kosningar.

Stjórn VGR.